Góð endurkoma tryggði dýrmætt stig

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og KA skyldu jöfn 2-2 í Inkassodeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KA komst yfir snemma leiks og bætti svo við öðru marki en bæði mörkin voru af ódýrari gerðinni þar sem ungur og óreyndur markvörður Grindvíkinga hefði átt að gera betur. Í seinni hálfleik fóru Grindvíkingar hins vegar á kostum gegn toppliðinu og tókst að jafna metin af miklu harðfylgi. Fransisco Eduardo Cruz Lemaur og Jósef Kr. Jósefsson skoruðu mörk Grindavíkur. 

Grindvíkingar sýndu og sönnuðu í þessum leik hversu öflugir þeir eru. Liðið er virkilega vel spilandi með öfluga leikmenn innanborðs. Baráttan um efsti sæti harðnar með hverri umferð en staða efstu liða er þessi:

1. KA  23 stig
2. Leiknir R. 19 stig
3. Þór A. 19 stig
4. Grindavík 18 stig
5. Keflavík 17 stig

Síðasti leikur Grindavíkur í fyrri umferð deildarinnar er gegn Fram næsta laugardag á Laugardalsvelli kl. 14:00.