Úrslitakeppnin í Dominosdeild kvenna hefst í kvöld en okkar konur eiga risastórt verkefni fyrir höndum þar sem þær sækja topplið Hauka heim. Haukar hafa á ógnarsterku liði að skipa en Grindavíkurkonur sýndu í vetur að þær eru ekki ósigrandi þegar þær lögðu Hauka að velli í 4-liða úrslitum bikarsins. Það eru heldur engir aukvisar í liði Grindavíkur og þær fara í alla leiki til að sigra þá. Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, er bjartsýn á gengi liðsins en hún segist ekki ætla að hætta í körfu fyrr en hún nær að landa Íslandsmeistaratitli.
Karfan.is náði Íris í viðtal:
Leikur Hauka og Grindavíkur að Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19:15 og hvetjum við alla Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar.