Tvö töp á nýju ári

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Baráttan um sæti í úrslitakeppni Dominosdeildar kvenna er hörð þetta tímabilið, enda sjö lið að keppast um fjögur sæti. Baráttan hefur ekki farið nógu vel af stað hjá okkar konum á nýju ári, þrátt fyrir glæsilegan sigur á Haukum í bikarnum, en liðið hefur tapað báðum leikjum ársins og fjórum leikjum í röð í deildinni. Eftir tap gegn Val í síðasta leik sitja Grindvíkingar nú í 5. sæti. Enn er þó nóg eftir að deildinni og nægur tími til að safna sigrum í sarpinn og sigla inn í úrslitakeppnina í vor.

Karfan.is var á Hlíðarenda og fór yfir leikinn:

„Grindavík byrjaði leikinn betur en lítið var skorað í fyrsta leikhluta. Liðin spiluðu skemmtilegar útgáfur af svæðisvörnum og pressum til skiptis við maður á mann vörn allan leikinn. Valur hafði frumkvæðið en Grindavík var aldrei langt undan. Whitney Michelle Frazier var atkvæðamest gestanna í fyrri hálfleik og skoraði 15 stig. Hjá Val var stigaskorið jafnara, en sex leikmenn í hvoru liði komust á blað í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 34-29.

Valur skoraði svo 10 stig gegn tveimur í byrjun þriðja leikhluta og lagði þar með grunninn að sigrinum. Ingibjörg Jakobsdóttir var þó ekki á því að gefast upp og skorði átta stig í röð og minkaði muninn í 4 stig. Dagbjört Dögg tók sig þá til og skoraði sex stig fyrir Val og þar með var trggður 69-55 sigur Vals.

Guðbjörg var með stórleik fyrir Val og skoraði 23 stig, þrátt fyrir að snú sig á ökkla og fara af velli um stund í fyrri hálfleik. Karisma Chapman skoraði ekki nema 8 stig að þessu sinni, en tók 15 fráköst og var afar mikilvæg í 3:2 vörn Valskvenna. Hjá Grindavík var Frazier lang best og skoraði 20 stig.“

Texti: Torfi Magnússon
Myndasafn: Tomasz Kolodziejski

Valur-Grindavík 69-55 (13-10, 21-19, 17-14, 18-12)

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 12/9 fráköst/4 varin skot, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Karisma Chapman 8/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 4/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0/4 fráköst.

Grindavík:
Whitney Michelle Frazier 20/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9, Helga Einarsdóttir 2/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2/4 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0