Það ætlar ekki að ganga þrautalaust hjá Grindvíkingum að ráða til sín Kana þetta tímabilið í karlakörfunni. Fyrst var Hector Harold sendur heim áður en að keppni í Dominos deildinni hófst og nú hefur eftirmaður hans, Eric Wise, fengið tilboð frá S-Kóreu sem hann getur ekki hafnað. Eric var með 26 stig og rúm 10 fráköst í þeim 5 leikjum sem hann hefur leikið með Grindavík en leikurinn gegn Haukum í kvöld verður væntanlega síðasti leikurinn hans í gula búningnum. Nema auðvitað ef Grindavíkur leikur í bláu búningunum í kvöld.
Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun:
„Kom það upp nú fyrir skömmu að lið frá S- Kóreu sýndi því mikinn áhuga á að fá Eric nokkurn Wise til sín en fyrir þá sem ekki vita þá er hann kaninn okkar. Þegar svona kemur upp er ákaflega lítið sem lið frá Íslandi geta gert þar sem þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir hans feril og nokkurn veginn vonlaust að koma í veg fyrir að hann yfirgefi skútuna. Það er nokkuð ljóst að leikurinn í kvöld gegn Haukum verður hans síðasti fyrir okkar lið en við reiknum með að hann gefi allt í þann leik og haldi svo á vit ævintýranna í nálægð við hinn mikla mann Kim Jong Il. Þetta er auðvitað afar slæmt fyrir okkur og leit að nýjum kana er á fullu gasi en það verður að segjast að við erum orðin ýmsu vön hérna síðastliðin ár og brosum útí annað. Markmiðin erum óbreytt og staðreyndin er sú að það sem ekki drepur þig, herðir þig. Við trúum því!“