Guðmundur Bragason lætur af störfum vegna anna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Guðmundur Bragason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í körfubolta það sem af er vetri, hefur beðist lausnar frá þjálfunarstörfum sökum mikilla anna í vinnu. Stjórnin sýnir Gumma fullan skilning og þakkar honum fyrir vel unnin störf. Yfirlýsingu stjórnarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG að hann geti ekki haldið áfram sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla. Þó þetta sé vissulega áfall fyrir okkur þá sýnum við Gumma að sjálfsögðu fullann skilning og höldum áfram, við erum jú vissulega með part af honum liðinu !! Gummi mun þó öskra liðið áfram úr stúkunni þegar hann getur og aðstoða lítið eitt við það sem upp getur komið. Við viljum þakka Gumma fyrir það sem liðið er af tímabilinu og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta.“