Um þar síðustu helgi komu 13 réttur í Gula Húsið og skilaði það 1.750.000 kr í vasa fimm ungra Grindvíkinga. Þetta er í annað skiptið sem að 13 réttir koma í Gula húsið á síðan í september. Alls hafa verið greiddar út um 2.5 milljónir á 2 mánuðum
Það verður Risapottur hjá Getraunum um helgina og stefnir potturinn í 200 millur og auðvitað reynum við að ná í þessar millur og verðum með RISAKERFI í getraunaþjónustunni í Gula húsinu. Við höfum sama háttinn á þessu og síðast. Hluturinn kostar 3.000 kr.-, mátt kaupa eins marga og þú vilt, sölu líkur kl. 12:30 á laugardaginn.
Til þess að vera með þarftu að leggja inná 0143-05-60020, kt: 640294-2219 og senda kvittun á bjarki@thorfish.is Þeir sem vilja vera í áskrift í risakerfinu þetta tímabil þurfið að hafa samband við Bjarka Guðmunds í síma 894-3134 eða á email bjarki@thorfish.is eða bara líta við í Gula húsið á opnunartíma í kaffispjall.
Getraunaþjónustan er opin í Gula húsinu alltaf á laugardögum frá kl 11:00 til kl 13:30 þar er boðið uppá kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi Bakara.
Kveðja, Getraunaguttarnir.