Emma Higgins, markvörður Grindavíkur og N-Írlands í viðtali

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Emma Higgins, sem varið hefur mark Grindavíkur undanfarin ár er einnig markvörður landsliðs Norður-Írlands. Landsliðið lék á laugardaginn sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópumóts kvenna 2017 gegn Georgía og stóð okkar kona að sjálfsögðu á milli stanganna, en hún hefur leikið yfir 50 leiki fyrir lið N-Írlands. Higgins hefur leikið hér á Íslandi síðan 2010 og alltaf með Grindavík fyrir utan sumarið 2012 sem hún var í KR. Hún hefur nú leikið 65 leiki fyrir Grindavík.

Emma var í viðtali á Youtube stöð N-írska knattspyrnusambandsins fyrir leikinn, þar sem hún talaði um landsliðsverkefnið og lífið á Íslandi en hún er nú búsett hér allt árið um kring og starfar í Bláa lóninu. Emma hélt hreinu í leiknum sem endaði 3-0.

 

Mynd: “Jakobsson v Higgins, Shepherd” by Anders Henriksona_26_5368. Licensed under CC BY 2.0 via Commons.