Árlegur blaðamannafundur KKÍ og Dominos fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn þriðjudag, þar sem fyrirliðar og formenn liðanna spá fyrir um gengi þeirra í vetur. Við Grindvíkingar erum orðnir vanir því að vera í toppbaráttunni flest ár og gerum kröfur um árangur. Ef spáin í ár gengur eftir verða Grindavíkurliðin þó nokkuð fjarri þeirri baráttu í ár en karlaliðinu er spáð 7. sæti og kvennaliðinu því 6. Leikmenn beggja liða eru þó vafalaust ákveðnir í að hrekja þessa spádóma.
Spá fyrirliða og formanna 2015-2016 – konur
1. Haukar 144
2. Keflavík 107
3. Valur 86
4. Stjarnan 80
5. Snæfell 73
6. Grindavík 67
7. Hamar 30
Spá fyrirliða og formanna 2015-2016 – karlar
1. KR 426
2. Tindastóll 362
3. Stjarnan 354
4. Haukar 340
5. Þór Þorlákshöfn 270
6. Njarðvík 234
7. Grindavík 226
8. Keflavík 175
9. FSu 141
10. Snæfell 105
11. ÍR 95
12. Höttur 74
Fyrsti leikur hjá körlunum er í kvöld á Selfossi gegn FSu en konurnar hefja leik á laugardaginn á móti Valskonum hér í Grindavík.