Hitað upp fyrir Dominos deildina, Daníel Guðni í viðtali við karfan.is

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Keppni í Dominosdeild kvenna hefst núna um helgina en Grindvíkingar taka á móti Valskonum í fyrsta heimaleik sínum núna á laugardaginn kl. 16:30. Karfan.is hefur undanfarna daga verið að hita upp fyrir deildina, tekið púlsinn á þjálfurum liðanna og kannað hvernig liðin eru stemmd fyrir komandi vetur. Hér að neðan fylgir viðtalið sem Karfan tók við Daníel Guðna, þjálfara Grindavíkur.

Við hlökkum gríðarlega til
-Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur 

Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)

Farnar :
Pálína Gunnlaugsdóttir, Ásdís Vala, Jóhanna Styrmisdóttir, Katrín Eyberg og Guðlaug Björt. Maja Ben (barnshafandi)
Komnar:
Helga Einarsdóttir og Björg Einarsdóttir, Ingunn Embla, Íris Sverrisdóttir og Whitney Frazier.

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Undirbúningurinn hefur ekki gengið samkvæmt áætlun vegna meiðsla og annarra þátta sem komið hafa upp. Annars höfum við æft vel með þann hóp sem hefur verið inni á æfingum en margar yngri stelpur eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki í vetur og hafa staðið sig vel.

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Ég geri þær kröfur á stúlkurnar að við æfum vel og gerum hlutina saman. Við stefnum á að ná árangri í vetur, en við erum enn í þeirri vinnu sem snýr að markmiðum liðsins og hvernig við túlkum árangur út frá því sem við setjum okkur. Við hlökkum gríðarlega til.

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Haukar eru með mjög sterkan hóp í vetur. Annars tel ég að deildin sé jafnari en áður og að mörg lið geri tilkall til þess að vera í toppbaráttu.