Hjólatúr um stíga og slóða við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í tilefni Hreyfiviku í Grindavík var boðið í hjólatúr en veðrið truflaði ferðaáætlun aðeins og því var ákveðið að endurtaka leikinn síðastliðinn sunnudag. Grindavíkurbær bauð þátttakendum í sund og bæjarstjórinn, Róbert Ragnarsson, bauð þátttakendum í kaffibolla að lokinni ferð. Mæting í þennan hjólatúr var afar góð en 46 hjólagarpar voru mættir til leiks og þar af var stór hluti utanbæjarfólk.

Lagt var af stað frá sundlaug Grindavíkur klukkan 10 og leiðinni síðan skipt í nokkra hluta þannig að fólk gat valið sér vegalend eftir getu og nennu en þeir sem hjóluðu lengst hjóluðu 23 km. Myndir frá þessari skemmtilegu ferð má sjá á viðburðasíðu hennar á Facebook.

Go pro myndband frá Valda