Herrakvöld körfunnar er á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Næstkomandi föstudagskvöld verður herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG haldið með pomp og prakt í Gjánni í nýja íþróttamannvirkinu. Dagskráin er glæsileg að vanda og miðaverðinu stillt í hóf. Frábær matur og frábær skemmtun sem enginn karlmaður ætti að láta framhjá sér fara. Auglýsingu frá skipuleggjendum má sjá hér að neðan:

 

Já kæri heimur.
Herrakvöld körfunnar verður haldið föstudaginn næstkomandi eða 9. október í Gjánni í nýja íþróttamannvirkinu.
Herrakvöldið í fyrra lukkaðist eiginlega bara fáránlega vel og þannig er reiknað með því aftur í ár. Veislustjórinn er fluttur inn alla leið frá Egilstöðum en það er enginn annar en Eysteinn Húni Hauks Kjerúlf eða Nostone eins og listamannanafnið hans er!!
Gunnar á Völlum mætir í fullum skrúða með heimatilbúna steypu en síðast þegar að hann heiðraði okkur með sinni nærveru losnuðu barkakýlin á nokkrum einstaklingum án þess þó að illa færi.  
Meira er í bígerð og í raun ekkert útilokað nema síður sé og þó raunhæft án þess þó að fara út í vitleysu með þetta allt saman?? Miða er hægt að nálgast hjá frændunum sætu í Olís og vítt og breitt um bæinn. Matseðilinn er ekki alveg fullunninn en ljóst má vera að á honum verður saltfiskur, barbíkjú kjúlli, kjúlli og annað góðgæti, allt matreitt með dassi af sálu kokkanna.

Af hverju skyldi þú lesandi góður mæta á herrakvöldið ??

1. Þetta er svo gaman.
2. Bíbbinn með Gauta sem hjálparkokk sér um matinn.
3. Það kostar svo lítið á þetta eða 4.000kr
4. Liðið þitt er að starta upp tímabilinu.
5. Þú skiptir máli þegar kemur að því að starta tímabilinu.
6. Svona kvöld skiptir miklu máli fyrir reksturinn á heildarbatterýinu.
7. Af því bara…………………..
8. Just because………

Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur og eiga með ykkur verulega skemmtilega stund.

Kv. Yfirmenn og stjórnendur Herrakvölds.