Jafntefli gegn Augnabliki í Fífunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur hófu leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á laugardaginn þegar þær heimsóttu lið Augnabliks í Fífuna í Kópavogi. Leikurinn var nokkuð fjörugur og fjögur mörk litu dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Seinni leikurinn fer fram hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:30 og hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar konur til sigurs.

Eftirfarandi umfjöllun um leikinn birtist á Facebook síðu knattspyrnudeildar UMFG:

Þá er fyrri leiknum lokið í úrslitakeppninni hjá meistaraflokki kvenna.

Fyrri hálfleik áttum við alveg fyrstu 35 mínúturnar en svo komust Augnabliksstelpurnar Meira inn í leikinn. Eftir mörg góð færi náði Helga Guðrún að koma boltanum inn. Staðan í hálfleik var því 0-1. Seinni hálfleikur var frekar jafn framan af en Augnablik náði svo að jafna á 74 mínútu. Augnablik var svo Meira með boltann en við áttum mun betri færi. Marjani bætti svo öðru marki okkar við með hörkuskoti á 81 mínútu en Adam var ekki lengi í paradís og jöfnuðu þær leikinn à 84 mínútu og þar við sat. Niðurstaðan 2-2.

Næsti leikur í þessari rimmu er á Grindavíkurvelli n.k. miðvikudag klukkan 17:30. Hvetjum við alla bæjarbúa til að mæta og hvetja stelpurnar áfram. Það lið sem vinnur þann leik er komið í 4ra liða úrslit um keppni um sæti í Úrvalsdeild.