Kvennalið Grindavíkur í körfubolta tilkynnti um enn einn liðsstyrkinn fyrir veturinn í gær þegar Björg Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Björg lék með KR síðastliðinn vetur en KR hefur dregið lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild þennan veturinn. Björg sem er fædd 1992 leikur sem bakvörður. Hún þykir góð þriggja stiga skytta og mun eflaust styrkja hóp Grindavíkur.
Grindvíkingar hafa þétt raðirnar umtalsvert síðustu vikur. Í gær skrifaði Helga Einarsdóttir undir samning við Grindavík, en áður höfðu þær Íris Sverrisdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ingunn Kristínardóttir samið við liðið. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður svo í Kanamálum, en deildin byrjar að rúlla í október.