Drög að dagskrá Dominosdeildanna klár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út drög að keppnisdagskrá næsta veturs. Tímabilið hefst í Grindavík þann 14. október þegar stelpurnar taka á móti KR. Strákarnir hefja leik daginn eftir, þann 15. október þegar þeir rúlla eftir Suðurstrandarveginum og heimsækja nýliðana í FSu. Sýnd veiði þar á ferð en alls ekki gefin.

Drög að leikjadagskrá Dominosdeildar karla
Drög að leikjadagskrá Dominosdeildar kvenna

Samkvæmt keppnisdagatali KKÍ þá hefst keppni í Lengjubikarnum 14. september og keppni í Domino´s-deild kvenna 14. október og keppni í Domino´s-deild karla þann 15. október. 32 liða úrlsitin í Poweradebikarnum verða þá í lok október og bikarúrslitin sjálf helgina 12.-14. febrúar. Úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna hefjast þá í marslok en 8-liða úrslitin í Domino´s-deild karla um miðjan mars.

Karfan.is greindi frá.