Grindvíkingar tóki á móti HK í 1. deildinni í knattspyrnu í gær, en fyrir leikinn höfðu bæði lið átt í basli með að koma tuðrunni í netið. Fyrir okkar menn var ekkert annað í stöðunni en að breyta því og þoka liðinu nær toppnum og slíta sig frá fallbaráttu.
Það er skemmst frá því að segja að það plan gekk fullkomlega upp. Grindvíkingar voru mun betri aðilinn í leiknum, voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Fyrri hálfleikur var að vísu markalaus en á 63. mínútu skoraði Jósep Kristinn Jósefsson. Skömmu áður vildu Grindvíkingar fá rautt spjald þegar HK-ingar stoppuðu skyndisókn með grófu broti en þeir sluppu með skrekkinn þar, sem var þó aðeins skammgóður vermir.
Tomislav Misura rak svo síðasta naglann í kistulok Kópavogsbúa rétt fyrir leikslok, lokatölur 2-0 fyrir Grindvíkinga.
Fótbolti.net splæsti í lauflétt viðtal við Tommy Nielsen í þvottahúsinu eftir leik:
Stelpurnar taka svo á móti Álftanesi í kvöld: