Það verður nóg um að vera í íþróttalífi Grindvíkinga nú um Hvítasunnuhelgina. Í dag laugardag taka Grindvíkingar á móti Gróttu í 1. deild karla en leikurinn hefst klukkan 14:00 hér á Grindavíkurvelli. Á mánudag hefja stelpurnar svo leik í Íslandsmótinu þegar þær taka á móti Fjölni hér á heimavelli en sá leikur hefst klukkan 13:00.
Þá geta Grindvíkingar einnig kíkt á torfærukeppni um helgina en Poulsen torfæran verður haldin við Stapafell á morgun, sunnudag, kl. 13:00. Hér á árum áður voru torfærur reglulega haldnar hér við Grindavík en samkvæmt okkar bestu heimildum hefur engin torfæra verið haldin við Grindavík síðan á síðustu öld.
Við látum hér fylgja smá myndskeið frá torfærukeppni við Grindavík sem haldin var 1992: