Óli Stefán kominn með leikheimild fyrir Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þær fréttir bárust í dag að annar af þjálfurum Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, væri kominn með leikheimild með Grindavík. Óli sem verður fertugur í ár er hokinn af reynslu en hann spilaði 17 leiki með Sindra í fyrra. Hann hafði ekki í hyggju að spila í sumar en sökum meiðsla í leikmannahópi Grindvíkinga var ákveðið að fá leikheimild fyrir Óla.

Grindvíkingar sækja Hauka heim í kvöld og gæti Óli því valið sjálfan sig í hópinn í kvöld. Hinn þjálfari Grindavíkur, Tommy Nielsen, er einnig þrautreyndur varnarmaður og ekki nema 3 árum eldri en Óli. Vonandi kemur þó ekki til þess að hann þurfi einnig að fá leikheimild vegna meiðsla leikmanna liðsins!

Mynd: Fótbolti.net