Tap í fyrsta leik sumarsins, Grindavík – Fjarðabyggð 1-3

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti Fjarðabyggð í fyrsta heimaleik sumarsins. Þrátt fyrir að vera einum fleirri í 70 mínútur og fá aragrúa góðra færa tókst okkar mönnum ekki að klára eitt einasta þeirra (eina markið kom úr vítí) meðan að gestirnir nýttu nánast hvert einasta skot sem þeir fengu. Niðurstaðan því svekkjandi 1-3 tap í fyrsta leik og áætlunin um að vinna alla heimaleiki sumarsins farin útum gluggann.

Fótbolti.net var með beina textalýsingu frá leiknum og er vel þess virði að lesa hana yfir aftur en það var enginn annar en fyndnasti maður Íslands 2011, Daníel Geir Möritz, sem sá um textann að þessu sinni. Flugu þar nokkur gullkorn eins og: „Sóknarþungi heimamanna eykst eins og fylgi Pírata þessa stundina.” og „Jesus með vondan kross. Ég er búinn að bíða í 88 mínútur til að geta sagt þennan.”

Viðtal eftir leik við Tommy frá fótbolta.net:

Næsti leikur Grindvíkinga er útileikur gegn Haukum á föstudaginn.

Ólafur Vilhelmsson tók myndina sem fylgir þessari grein og á fótbolta.net má sjá myndasafn úr leiknum.