Úrslit úr fyrsta golfmóti sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur hélt fyrsta mót sumarsins strax í gær á sumardeginum fyrsta í glampandi sól. Flatirnar á Húsatóftavelli koma flestar vel undan vetri en þó sennilega engin betur en 6. flöt sem sést á meðfylgjandi mynd. Flott sumar framundan í golfinu hjá Grindvíkingum.

Úrslit mótsins, frétt af Facebook síðu klúbbsins:

„Þá er fyrsta móti ársins lokið. Sumarið kom með sólskini og ágætis veðri. Veðurspáin setti líklega strik í reikninginn hjá mörgum og því var fámennt. Úrslit eru eftirfarandi:

1. sæti höggleikur Jón Gunnarsson GKG 76 högg

1. sæti punktakeppni Kristín Þórisdóttir GKG 33 punktar

2. sæti punktakeppni Jakob Ragnarsson GM 33 punktar

3. sæti punktakeppni Þóroddur Halldórsson GG 32 punktar

Næstur holu á 5. braut var Guðjón Már Magnússon GO 11.53 m. frá holu

Næstur holu á 18. braut var Þorvaldur Freyr Friðriksson GR 3.06 m. fra holu

Mótanefnd þakkar öllum fyrir komuna og óskar öllum gleðilegs golf sumars.“