Grindvíkingar þétta raðirnar fyrir knattspyrnusumarið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Undanfarna daga hafa fjórir leikmenn skrifað undir samninga við meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá UMFG. Úlfar Hrafn Pálsson er nýr leikmaður Grindavíkur, en hann kemur úr Haukum og skrifaði undir samning til út árið 2015. Þá skrifuðu þrír yngri leikmenn einnig undir samninga.

Milos Jugovic skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík. Hann er uppalinn hjá liðinu en lék tímabilið 2012-13 í Austurríki. Þá skrifuðu tveir leikmenn úr 2. flokki undir sína fyrstu samninga en það eru þeir Lárus Guðmundsson, fæddur 1996, og Marinó Axel Helgason, fæddur 1997.