Ingibjörg klár í næsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingi­björg Jak­obs­dótt­ir, bakvörður í bikar­meist­araliði Grinda­vík­ur í körfu­bolta, var ein þeirra sem runnu á dúkn­um í Laug­ar­dals­höll­inni um síðustu helgi. Ingi­björg fór meidd af velli um tíma í úr­slita­leikn­um gegn Kefla­vík en tókst þó að koma aft­ur inn á og ljúka leikn­um þar sem Grinda­vík fagnaði sigri, 68:61.

Meiðsli Ingi­bjarg­ar virðast ekki ætla að draga dilk á eft­ir sér að sögn Sverr­is Þórs Sverris­son­ar, þjálf­ara Grinda­vík­ur. Þegar Morg­un­blaðið ræddi við hann í gær sagði Sverr­ir að Ingi­björg hefði ekki æft með liðinu eft­ir bikar­úr­slita­leik­inn vegna lær­meiðsl­anna en ekki væri út­lit fyr­ir annað en að hún gæti spilað næsta leik.

Mbl.is greindi frá