Jólabón körfunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá er komið að hinu árlega jólabóni körfunnar. Þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir okkur og hefur vel verið tekið á móti okkur síðustu ár. Og enn bætum við í með skipulag, mannskap og gæðaeftirlit en það hefur einmitt verið til fyrirmyndar.

Að sjálfsögðu er um alþrif að ræða og verðskráin er eftirfarandi :

Fólksbíll – 8.000
Jepplingur – 10.000 kr
Jeppi – 12.000 kr
Stór-stór – 15.000 kr

Ennþá stærri bílar eru svo samkomulagsatriði. Við verðum í húsi veiðafæraþjónustunnar föstudaginn 19. og laugardaginn 20. des. Hún Ása sér um að taka niður pantanir í síma 894-8743.

Síðustu leikir fyrir jól eru í kvöld og á morgun. Stelpurnar heimsækja Val í kvöld í mikilvægum leik, en sigur í honum myndi skila okkur í 4. sætið fyrir jólafrí. Síðan er síðasti heimaleikur fyrir jól á fimmtudagskvöldið þegar strákarnir taka á móti Snæfelli. Gengið hefur oft verið betra en sigur á Snæfelli mun gleðja mannsins hjarta og nú skorum við á alla að mæta til þess að hvetja okkar lið til sigurs og svo höldum við gleðileg jól. Er það ekki gott plan?


Gleðileg körfujól!