Daníel Leó Grétarsson á leið til Ålesund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Einn af efnilegri leikmönnum Grindavíkur í knattspyrnu, Daníel Leó Grétarsson, hefur verið seldur til norska liðsins Ålesund. Daníel, sem fæddur er 1995 og því aðeins 19 ára gamall, hefur verið í stóru hlutverki hjá Grindavík undanfarin sumur en hann lék alla leiki liðsins í 1. deildinni í sumar og alla nema einn sumarið 2013. Þá lék hann sex leiki í úrvalsdeild 2012. Þá hefur hann einnig leikið 10 leiki með U19 ára landsliði Íslands.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en vonandi fær Grindvík sanngjarna greiðslu fyrir sitt uppbyggingarstarf. Það er alltaf sárt að horfa á eftir góðum leikmönnum fara frá félaginu en þetta eru vissulega skref uppá við fyrir Daníel og vonandi að hann haldi áfram að vaxa og dafna sem leikmaður og óskum við honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

Morgunblaðið greindi frá:

,,Grinda­vík og norska knatt­spyrnu­fé­lagið Aalesund komust í gær­kvöld að sam­komu­lagi um kaup Norðmann­anna á Daní­el Leó Grét­ars­syni, varn­ar­manni Grinda­vík­urliðsins, sem er nýorðinn nítj­án ára gam­all.

Daní­el var í stóru hlut­verki hjá Grind­vík­ing­um í sum­ar en hann hef­ur spilað 43 af 44 leikj­um þeirra í 1. deild­inni und­an­far­in tvö ár. Þá lék hann sex leiki með þeim, aðeins 16 ára gam­all, í úr­vals­deild­inni fyr­ir tveim­ur árum og skoraði eitt mark. Hann var jafn­framt fastamaður í U19 ára landsliði Íslands sem lék í mill­iriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar síðasta vor og á 10 leiki að baki í þeim ald­urs­flokki.

„Ég á eft­ir að fara út og ganga end­an­lega frá mín­um mál­um, veit ekki al­veg ennþá hvenær það verður gert, en mér líst mjög vel á fé­lagið og bæ­inn og það er afar spenn­andi að fara þangað,” sagði Daní­el við Morg­un­blaðið í gær­kvöld, eft­ir að fé­lög­in höfðu samið sín á milli ásamt Ólafi Garðars­syni umboðsmanni.”