Siggi Þorsteins í viðtali í Morgunblaðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karlalið Grindavíkur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í Dominosdeild karla í kvöld. Gengi liðsins framan af móti hefur verið upp og ofan, enda enn verið að slípa til ný leikkerfi og áherslur eftir skyndilegt brotthvarf Sigurðar Þorsteinssonar nokkrum dögum fyrir móti. Í Morgunblaðinu birtist á dögunum viðtal við Sigurð, sem nú leikur með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni.

Við endurbirtum hér vefútgáfu viðtalsins:

„„Það er ekki bú­ist við neinu af þessu liði, enda er það ungt, en ég held að við náum ofar en marg­ir bú­ast við. Við erum enn að mót­ast,” sagði Sig­urður G. Þor­steins­son, Ísa­fjarðar­tröllið, sem fet­ar nú sín fyrstu skref í at­vinnu­mennsku með liði Solna Vik­ings í sænsku úr­vals­deild­inni í körfuknatt­leik.

Sig­urður kom til liðsins rétt áður en leiktíðin hófst og tók strax við stóru hlut­verki. Í fyrstu fimm um­ferðunum hef­ur hann spilað næst­mest allra leik­manna liðsins og að meðaltali skorað 9 stig og tekið 6 frá­köst í leik.

„Þeir höfðu áhuga á mér í sum­ar en ég fékk svo að heyra það í júlí að þeir hefðu ekki átt pen­ing fyr­ir mér. Það urðu svo ein­hverj­ar breyt­ing­ar á hópn­um skömmu fyr­ir mót og þá áttu þeir næg­an pen­ing og höfðu sam­band. Það var hringt í mig á þriðju­degi og ég far­inn út á föstu­degi. Þetta er eitt­hvað sem mig hef­ur alltaf langað til að gera og þá stekk­ur maður til þegar tæki­færið gefst,” sagði Sig­urður. Hann seg­ir viðbrigðin frá því að spila með Grinda­vík í Dom­in­os-deild­inni, og að spila nú í Svíþjóð, vita­skuld nokk­ur.

„Það eru fleiri æf­ing­ar með liðinu, þetta er nán­ast það eina sem maður ger­ir yfir dag­inn. Viðbrigðin í deild­inni fel­ast í því að það eru fleiri góðir leik­menn í hverju liði, vara­manna­bekk­irn­ir „dýpri” og þvíum­líkt, og menn al­mennt stærri og sterk­ari. Það er ekk­ert him­inn og haf á milli deild­ar­inn­ar hér og heima, en þetta eru viðbrigði. Hérna gætu hæg­lega fleiri leik­menn úr deild­inni heima spilað, en ekki marg­ir úr hverju liði,” sagði Sig­urður, sem virðist ætla að pluma sig vel hjá Vík­ing­un­um.”