Knattspyrnudeild UMFG og Tommy Nielsen undirrituðu í dag samning um að Tommy muni taka að sér þjálfun
meistaraflokk karla næsta keppnistímabil. Knattspyrnudeild og Milan Stefán Jankovic hafa komist að samkomulagi um að Milan láti af þjálfun meistaraflokks félagsins.
Daninn Tommy Nielsen lék um árabil með FH og var þar lykilmaður í vörn liðsins. Undanfarin tvö ár var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjarðabyggð.
Á myndinni eru Rúnar Sigurjónsson formaður meistaraflokksráðs, Tommy Nielsen og Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar.