Roberson sendur heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Brendon Roberson, sem leika átti með Grindvíkingum í úrvalsdeildinni í vetur, hefur verið sendur heim eftir stutta viðdvöl á landinu. Hann lék með liðinu í Ljósanætur mótinu og í Lengjubikarnum og hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

Brendon gekk illa að finna körfuna og þá höfðu menn einnig orð á því að hann væri með allt niðrum sig varnarmegin líka. Það er ekki góð blanda og því fátt annað í stöðunni en að kaupa annan miða í Kanalottóinu og reyna aftur.

Jón Gauti Dagbjartsson, formaður, hafði þetta um málið að segja í samtali við karfan.is :

„Við lofum einu, næsti leikmaður verður ógeðslega góður þar til hann kemur, við getum ábyrgst það,” sagði Gauti léttur í lundu. Á síðustu leiktíð var nokkuð klafs á þeim gulu við að festa sér Bandaríkjamann og höfðu nokkrir gárungar það á orði að Grindvíkingar væru einn öflugasti styrktar- og samstarfsaðili Icelandair. Gauti áréttaði þó að Grindvíkingar kepptust við að sýna ráðdeild í rekstri.”