Grindavík heimsækir Þróttara í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eftir fremur brösulega byrjun á tímabilinu hjá strákunum í fótboltanum hafa stigin tekið að safnast í sarpinn í síðustu leikjum og liðið verið á ágætri siglingu. Deildin er ótrúlega jöfn, en aðeins eru 5 stig í fallsæti og 8 stig í sæti sem tryggir veru í efstu deild að ári. Þegar sex umferðir eru eftir er því ljóst að tölfræðilegur möguleiki er á að brugðið geti til beggja vona.

Það er því mikið undir í kvöld. Með sigri færumst við skrefi nær toppbaráttunni en getum sennilega kvatt hana ef ekki nást þrjú stig í hús, og jafnvel endurnýjað kynni okkar við falldrauginn. Leikurinn er útileikur og hefst klukkan 19:00 og eru stuðningsmenn Grindavíkur hvattir til að fjölmenna á völlinn. Þeir sem eiga ekki heimangengt í kvöld þurfa þó ekki að örvænta því leikurinn verður sýndur beint á SportTV .