Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane er þessa dagana staddur í Kína með U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu til að leika fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna, frá 11. til 29. ágúst. Þetta er mikið ævintýri fyrir íslenska liðið. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína.
Ísland leikur þarna sem fulltrúi Evrópu á leikunum en þátttakan var tryggð með sigri í undankeppni sem fram fór á síðasta ári.
Hilmar skipti yfir í Keflavík í sumar en hefur leikið alla yngri flokkana í Grindavík.