Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum – skráningu lýkur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum fer fram næstkomandi sunnudag, þann 10. ágúst, en rás- og endamarkið verður hér í Grindavík. Hjólað verður frá Grindavík austur Suðurstrandarveg (427). Karlaflokkur snýr við á hringtorgi hjá Þorlákshafnarvegi eftir um 66,5 km. Kvennaflokkur snýr við á keilu eftir um 42,5 km. Unglingaflokkar snúa við á keilu eftir um 35 km.

Skráningargjald er kr. 3.500 og fer skráning fram á www.hjolamot.is . Ýtarlegri upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu hennar .

Skráningu lýkur í kvöld, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 23:59. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi einnig borist. Ekki verður tekið við skráningum né greiðslum á keppnisstað.

Myndin sem fylgir þessari frétt er fengin að láni af heimasíðu hjólakappans Ingvars Ómarssonar