Brandon Roberson spilar með Grindavík í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá eru leikmannamál erlendra leikmanna komin á hreint fyrir veturinn í körfunni, en karlalið UMFG hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Roberson og mun hann því spila með liðinu á komandi leiktíð. Áður höfðum við greint frá því að Rachel Tecca muni spila með kvennaliðinu í vetur.

Roberson er 27 ára gamall og lék síðast í Kósóvó með KB RTV 21 Prishtina þar sem hann skoraði 21,7 stig í leik, tók 2,1 frákast og gaf 2,3 stoðsendingar. Hann hjálpaði liðinu að komast í undanúrslit deildarinnar og var valinn í úrvalslið deildarinnar í kjölfarið.

Þá hefur Roberson einnig spilað í Svartfjallalandi og Þýskalandi. Hann er 180 cm á hæð og 84 kg.