Grindavík – BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 18:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og BÍ/Bolungarvík mætast á Grindavíkurvelli í dag klukkan 18:00.  Liðin eru í 10. og 11. sæti fyrir leiki kvöldsins og því allt lagt undir til að komast úr botnsæti.  Fyrir rúmlega mánuði mættust liðin á Torfnesvelli þar sem BÍ sigraði með einu marki gegn engu.  

Frá þeim leik hefur margt breyst hjá Grindavík. Strákarnir hafa sótt 8 stig og ýmsar breytingar hafa orðið á liðinu.

Farnir eru Andri Ólafsson yfir í ÍBV, Michael Jónsson til Ægis og Benóný Þórhallsson á láni til Hamars.  Á móti hefur markmannsþjálfarinn Daði Lárusson fært sig yfir til Grindavíkur og kominn með leikheimild, Jón Unnar Viktorsson úr Þrótti Vogum og tveir lánsmenn einnig komnir. Það eru þeir Einar Karl Ingvarsson frá Val og Ómar Friðriksson úr Víking.

Grindvíkingar eru hvattir til að mæta á völlinn í kvöld og hjálpa strákunum upp deildina.