Takk fyrir skemmtilegan vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ekki tókst Grindavík að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. KR lagði Grindavík að velli 87-79 í fjórða leik liðanna í Röstinni og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. En engu að síður frábær árangur hjá Grindavík í vetur; langþráður bikarmeistaratitill í höfn og svo silfrið í úrslitakeppninni. 

Grindavík mætti einfaldlega ofjarli sínu í úrslitarimmunni við KR og þeir röndóttu verðskulduðu titilinn. En framtíðin er björt í grindvískum körfubolta. Mjög efnilegir drengir eru að banka á dyrnar í meistaraflokki og þeir munu viðhalda körfuboltahefðinni í bænum.

Grindavík-KR 79-87 (18-18, 25-23, 16-18, 20-28)

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/14 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.

Mynd: Karfan.is