Oddaleikur á skírdag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Njarðvík mætast í oddaleik á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl, í undanúrslitarimmu liðanna eftir að Njarðvík jafnaði einvígið 2-2 með sigri í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ, 77-68.

Hart var barist á kostnað gæðanna en í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar mun öflugri og staðan í hálfleik 30-26, Grindavík í vil. Ótrúlega lágt skor í leiknum sem líklega hafði spennustigið eitthvað um það að segja. Í seinni hálfleik voru heimamenn mun betri og verðskulduðu að lokum 9 stiga sigur.

Ljóst er að Grindavík verður að gera mun betur á heimavelli á fimmtudaginn ef liðið ætlar sér að komast í úrslitaeinvígi um titilinn við KR. Oddaleikurinn er í Röstinni á fimmtudaginn kl. 19:15.

Njarðvík-Grindavík 77-68 (19-15, 7-15, 25-19, 26-19)

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/10 fráköst/4 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/14 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3.