Undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta karla hefjast í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Njarðvík í fyrstu rimmu liðanna. Athygli er vakin á því að leikurinn hefst kl. 18:00 (sex) en ekki 19:15 eins og venjulega. Aðgangseyrir á alla undanúrslitaleikina og úrslitaleikina er 2.000 kr. en þetta er sameiginleg ákvörðun allra liðanna.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitaleikina sjálfa. Grindavík verður án Þorleifs Ólafssonar fyrirliða og þá hefur bandaríski leikmaður liðsins glímt við meiðsli en verður vonandi klár í kvöld.
Búast má við hörku leik í kvöld og mikilli aðsókn enda nágrannaslagur af bestu gerð. Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til að koma gullkæddir og mæta TÍMANLEGA í Röstina.