Grindavík varð fyrsta liðið í vetur til þess að leggja topplið KR að velli í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 105-98 Grindavík í vil en leikurinn fór fram í íþróttahúsi KR. Það var fyrst og fremst frábær lokakafli sem landaði sigrinum.
Leikurinn var ansi sveiflukenndur en sóknarleikur Grindvíkinga góður og leikmennirnir sjóðheitir í skotunum. Earnest Lewis Clinch Jr átti stórleik sem og Sigurður Gunnar Þorsteinsson og aðrir leikmenn stóð líka fyrir sínu. Gefur þessi sigur góð fyrirheit fyrir seinni hluta deildarkeppninnar og bikarinn.
KR-Grindavík 98-105 (20-25, 22-26, 31-19, 25-35)
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Ómar Örn Sævarsson 14/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2.
2. Keflavík 12 11 1 1074:912 22
3. Grindavík 12 8 4 1053:999 16
4. Njarðvík 11 7 4 1035:935 14
5. Haukar 12 7 5 1019:963 14
6. Þór Þ. 11 6 5 997:1017 12
7. Stjarnan 12 6 6 1025:1002 12
8. Snæfell 11 5 6 968:983 10
9. KFÍ 11 3 8 915:982 6
10. ÍR 12 3 9 974:1137 6
11. Skallagrímur 12 2 10 925:1094 4
12. Valur 12 1 11 941:1129 2