Ingibjörg gaf 14 stoðsendingar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík endaði fimm leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með því að vinna tólf stiga sigur á botnliði Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í kvöld, 73-61. Grindavík hafði ekki unnið leik síðan liðið vann útisigur á KR í byrjun nóvember en liðið hefur verið án Pálínu Gunnlaugsdóttur í síðustu leikjum.

Þetta var tíunda tapið í röð hjá Njarðvíkurliðinu sem er nú sex stigum frá því að komast af botninum. Staðan er því orðin mjög erfið fyrir Njarðvíkurliðið og fall í 1. deild blasir við.

Ingibjörg Jakobsdóttir, leikstjórnandi Grindavíkurliðsins, spilaði liðsfélagana heldur betur uppi í þessum leik en hún gaf alls 14 stoðsendingar auk þess að skora 14 stig. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur.

María Ben Erlingsdóttir skoraði 28 stig fyrir Grindavík og Lauren Oosdyke var með 20 stig og 12 fráköst. (Vísir)

Njarðvík-Grindavík 61-73 (17-18, 11-16, 15-13, 18-26)

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 28/9 fráköst, Lauren Oosdyke 20/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 14/14 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/12 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/5 fráköst.

Staðan:

1. Keflavík 13 10 3 987:920 20
2. Snæfell 13 10 3 1019:863 20
3. Haukar 13 8 5 1011:941 16
4. Hamar 13 6 7 922:941 12
5. Grindavík 13 6 7 912:962 12
6. Valur 13 5 8 918:947 10
7. KR 13 5 8 894:930 10
8. Njarðvík 13 2 11 863:1022 4