Stórtap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur steinlágu fyrir Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 20 stiga mun, 64-84, í Röstinni í gærkvöldi. Villuvandræði í upphafi seinni hálfleiks gerðu útslagið og þá hittu Grindavíkurstúlkur afar illa í leiknum.

Heimakonur í Grindavík höfðu fjögurra stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta en eftir það tóku gestirnir við sér. Leikhlutarnir sem á eftir fylgdu voru í eigu Keflvíkinga sem bættu muninn jafnt og þétt út leikinn.

Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 24 stig fyrir Keflavík auk þess að taka 13 fráköst. Poersche Landry skoraði sömuleiðis 24 stig, tók 12 fráköst og átti 6 stoðsendingar.

Hjá heimakonum var Pálína Gunnlaugsdóttir, sem gekk í raðir Grindavíkur frá Keflavík fyrir tímabilið, atkvæðamest með 22 stig. Lauren Oosdyke skoraði 19.

Grindavík-Keflavík 64-84 (23-19, 12-21, 18-25, 11-19)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 22/4 fráköst, Lauren Oosdyke 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/12 fráköst.
Staðan:
1. Keflavík 9 8 1 686:633 16
2. Snæfell 9 7 2 688:600 14
3. Haukar 9 5 4 705:666 10
4. Grindavík 9 5 4 650:669 10
5. Hamar 9 4 5 633:641 8
6. Valur 9 3 6 654:675 6
7. Njarðvík 9 2 7 641:698 4
8. KR 9 2 7 599:674 4