Grindavík sigraði sterkt lið Vals með 79 stigum gegn 66 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavíkurliðið lék frábærlega á köflum og gefur frammistaðan góð fyrirheit fyrir veturinn.
Grindavík hafði fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og 12 stiga forskot í hálfleik, 45-33. Spenna hljóp í leikinn eftir þriðja leikhluta en Grindavík átti glæsilegan lokasprett og trggði sér 13 stiga sigur.
Lauren Oostdyke er sífellt að stimpla sig inn í liðið, hún skoraði 23 stig og reif niður 11 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir átti einnig fínan leik og skoraði 21 stig, María Ben Erlingsdóttir skoraði 15, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Helga Rut Hallgrímsdótti 5, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5 og Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.