Grindavík áfram í 1. deild

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Við erum ánægðir með sumarið… Verst að vera að tapa þessu á markatölu. Sérstaklega þar sem við vorum að skora mikið af mörkum í sumar og vorum lengi í fyrsta sæti,” sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindavík við fotbolti.net eftir að Grindavík rétt missti af sæti í úrvalsdeild þrátt fyrir að vinna KA í lokaumferðinni 2-1.

,,En strákarnir voru að leggja sig 100% fram hérna í dag og þeir vilja komast í úrvalsdeild. Þegar við byrjuðum var ekki mikil pressa á að komast þangað en við áttum stórt tækifæri á að komast þangað en því miður tókst það ekki þetta árið,” sagði Janko.

Óskar Pétursson: Vonbrigði

,,Já þegar upp er staðið að þá er tímabilið vonbrigði, að hafa ekki náð að vinna deildina og komast upp í úrvalsdeild og mér skilst að úrslit dagins hafi ekki verið nóg fyrir okkur til að komast upp þannig að við þurfum að taka 1.deildina aftur að ári þannig að já klárlega vonbrigði,” sagði Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur sem missti af síðustu leikjum mótsins.

,,Við getum ekkert sagt út af þessum leik. Við töpuðum ekki þessari baráttu í þessum leik hér í dag. Við erum búnir að gera fullt af misstökum í allt sumar, sem er gott ef maður kemst upp með það en við gerðum of mörg á þessu tímabili og núna vona ég bara að við höldum áfram að byggja upp þennan fótbolta sem við höfum verið að reyna að búa til í þessu félagi.

Við sögðum það allan tímann að við ætlum ekkert að fara upp bara til þess að fara upp. Heldur fara upp á réttum forsendum og við erum greinilega ekki tilbúnir í það. Við þurfum bara annað ár í æfingu og komum vonandi sterkari til leiks á næsta ári og klárum þetta vonandi almennilega.

Það er ekkert hægt að setja út á markvörsluna í þessum síðustu fjórum leikjum sem ég missti af þannig að það er ekki hægt að kenna því um heldur.”

Viðtal: fotbolti.net

Mynd: Frá leiknum í dag.