Í dag, mánudaginn 9. september, fer án nokkurs vafa fram mikilvægasti leikur sumarsins þegar Grindavík tekur á móti Fjölni í toppslag 1. deildar karla kl. 18:00. Þrátt fyrir nokkuð hagstæð úrslit í öðrum leikjum um helgina má ekkert út af bregða hjá Grindavík, sigur myndi setja Grindavík í sterka stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar en tap myndi gera okkar mönnum erfitt fyrir því þá myndi Fjölnir hirða efsta sætið af Grindavík.
Staðan í deildinni er þessi:
1. Grindavík 19 11 3 5 42:27 36
2. Haukar 20 10 6 4 39:28 36
3. Víkingur R. 20 10 6 4 38:27 36
4. BÍ/Bolungarv 20 11 1 8 42:37 34
5. Fjölnir 19 10 4 5 28:23 34
6. Leiknir R. 19 8 5 6 30:23 29
7. KA 20 8 5 7 34:28 29
8. Selfoss 19 8 3 8 40:29 27
9. Tindastóll 20 6 7 7 28:35 25
10. Þróttur 20 7 2 11 24:31 23
11. KF 20 4 6 10 22:32 18
12. Völsungur 20 0 2 18 15:62 2