Grindavík styrkti stöðu sína í toppbaráttu 1. deildar karla með því að leggja botnlið Völsungs að velli á Húsavík með fimm mörkum gegn einu. Heimamenn fengu tvö rauð spjöld í leiknum.
Grindavík hafði mikla yfirburði og Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson komu Grindavík í 2-0 fyrir hálfleik. Einn heimamanna fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks og Grizelj kom Grindavík skömmu síðar í 3-0. Völsungi tókst að klóra í bakkann á 69. mínútu en fimm mínútum síðar fékk annar leikmaður heimamanna rautt spjald. Magnús og Óli Baldur Bjarnason bættu svo við tveimur mörkum í lokin og öruggur sigur Grindavíkur í höfn.
Staðan í deildinni:
 1. Grindavík    16  9  3  4  38:22  30
 2. Fjölnir      16  9  3  4  22:17  30
 3. Haukar       16  8  4  4  32:23  28
 4. Leiknir R.   16  8  4  4  28:19  28
 5. Víkingur R.  16  7  6  3  30:25  27
 6. BÍ/Bolungarv 16  9  0  7  33:30  27
 7. KA           16  6  5  5  20:21  23
 8. Tindastóll   16  5  6  5  22:24  21
 9. Selfoss      16  5  3  8  30:28  18
 10. Þróttur      16  5  2  9  18:26  17
 11. KF           16  3  6  7  17:23  15
 12. Völsungur    16  0  2 14  12:44   2

