Kvennalið Grindavíkur skellti Fjölni 6-1 þegar liðin mættist í B-riðli 1. deildar síðastliðið föstudagskvöld. Þegar tvær umferðir eru eftir er Grindavík í öðru sæti riðilsins en tvö efstu liðin fara í úrslit.
Grindavík og Fjölnir voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í 2.-3. sæti þannig að þetta var sannkallaður toppbaráttu slagur en KR er í efsta sæti. Ágústa Jóna Heiðdal fyrirliði kom Grindavík yfir snemma leiks. Vendipunktur leiksins varð á 20. mínútu þegar leikmaður Fjölnis fékk að líta rauða spjaldið. Í kjölfarið opnuðust allar flóðgáttir og Grindavík raðaði inn mörkunum. Margrét Albertsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir og Dernelle Mascall komu Grindavík í 4-0 áður en flautað var til leikhlés.
Í seinni hálfleik bætti Mascall við öðru marki sínu og Nína Ósk einnig en Fjölni tókst að klára í bakkann með marki úr vítaspyrnu. Úrslitin 6-1. Grindavík hefur misst tvo lykilmenn í nám til Bandaríkjanna, þær Söru Helgadóttur og Ölmu Rut Garðarsdóttur og Kristín Karlsdóttir fer einnig fljótlega út.
Staðan í riðlinum eru þessi (tvö efstu liðin í úrslit):
1. KR 12 10 0 2 53-15 30
2. Grindavík 12 9 2 1 51:14 29
3. Fjölnir 12 8 2 2 30:11 26
4. Höttur 13 6 3 4 37:16 21
5. Völsungur 11 6 1 4 26:22 19
6. Fjarðabyggð 11 2 0 9 13:43 6
7. Sindri 11 1 0 10 7:47 3
8. Keflavík 10 0 0 10 3:54 0
Toppliðin þrjú eiga eftirfarandi leiki eftir:
KR-Fjarðabyggð
Grindavík-Sindri
Völsungur-Grindavík
KR-Fjölnir