Grindavík hefur þriggja stiga forskot í 1. deild karla í knattspyrnu eftir sigur á Leikni 3-2 um helgina.
Matthías Örn Friðriksson kom Grindavík yfir með glæsilegu skallamarki á 7. mínútu. Juraj Grzelj, maður leiksins, bætti við öðru marki fyrir Grindavík á 70. mínútu en þessi öflugi kantmaður hefur heldur betur slegið í gegn. Alex Freyr Hilmarsson kom inn á sem varamaður og kom Grindavík í 3-0 stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Héldu flestir að öruggur sigur væri í höfn en Leikni skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili. En Grindavík tókst að halda þetta út liðið trónir því áfram á toppnum.
Grindavík hefur unnið sex leiki í röð í deildinni.
1. Grindavík 7 6 0 1 22:8 18
2. BÍ/Bolungarv 7 5 0 2 14:14 15
3. Haukar 7 4 2 1 13:9 14
4. Víkingur R. 7 3 3 1 14:10 12
5. Leiknir R. 7 3 3 1 12:8 12
6. Fjölnir 7 3 1 3 10:13 10
7. Selfoss 7 2 2 3 10:11 8
8. KF 7 1 4 2 10:9 7
9. KA 7 2 1 4 7:12 7
10. Tindastóll 7 1 3 3 6:10 6
11. Þróttur 7 1 1 5 8:13 4
12. Völsungur 7 0 2 5 5:14 2