Grindvíkingar unnu Völsung á heimavelli 4:2 í gær og komust á topp 1. deildarinnar. Gestirnir komust í tvö núll en spilamennska þeirra hrundi í síðari hálfleik og Grindavík fór á kostum og skoraði fjögur mark.
Hafþór Mar Aðalgeirsson skoraði tvisvar í fyrri hálfleik og kom gestunum í 0:2 en þannig var staðan í hálfleik. Milan Stefán Jancovic gerði tvær breytingar í hálfleik og við það tóku heimamenn öll völd á vellinum og skoruðu fjögur mörk áður en yfir lauk.
Daníel Leó Grétarsson, Denis Sytnik og tvö mörk frá Stefáni Þór Pálssyni tryggðu heimamönnum toppsætið. Eru með betra markahlutfall en BÍ/Bolungarvík sem skaust tímabundið á toppinn með sigri á Fjölni fyrr í dag.
Í hinum leik dagsins gerðu KF og Haukar jafntefli 1:1. Jón Björgvin Kristjánsson kom heimamönnum í KF yfir en Úlfar Hrafn Pálsson jafnaði leikinn.
Staðan
1 Grindavík 12 stig
2 BÍ/Bolungarvík 12 stig
3 Leiknir R. 11 stig
4 Víkingur R. 10 stig
5 Haukar 10 stig
6 KF 6 stig
7 Selfoss 6 stig
8 Tindastóll 5 stig
9 KA 4 stig
10 Fjölnir 4 stig
11 Þróttur R. 3 stig
12 Völsungur 1 stig
Mynd: Sigrinum fagnað í leikslok gegn Völsungi. Leikmenn syngja með áhorfendum Zikki Zakka!