Grindavíkurstelpum spáð 4. sæti í B-riðli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmótið í 1. deild kvenna hefst á morgun. Grindavík spilar í B-riðli og sækir KR heim í fyrsta leik. Samkvæmt spá sérfræðinga fotbolta.net er KR spáð 1. sæti í riðlinum og Grindavík því fjórða.

 

Það þýðir að Grindavík mun ekki fara upp í úrvalsdeildina gangi þessi spá eftir en Grindavíkurstelpur eru að sjálfsögðu á öðru máli.

Um Grindavíkurliðið segir:
Grindavík hefur endurheimt margar af sínum stelpum til baka eftir útlegð hjá öðrum liðum. Má þar nefna þær Elínborgu og Önnu Þórunnni sem snúa til baka frá ÍBV og munar um minna. Þar að auki hafa tveir erlendir leikmenn bæst í leikmannahóp Grindavíkur. Reynsluboltinn Helgi Boga þjálfar þær og hann kann ýmislegt fyrir sér í boltanum. Lið Grindarvíkur verður erfitt heima að sækja og mun án vafa blanda sér af alvöru í toppbaráttuna.

Spáin: 
KR 54 stig 
Fjölnir 46 stig 
Höttur 37 stig 
Grindavík 30 stig 
Völsungur 25 stig 
Sindri 18 stig 
Keflavík 15 stig 
Fjarðabyggð 9 stig

Spá fótbolta.net má sjá hér.

Við þessa umfjöllun fótbolta.net má nefna að Elínborg er meidd og hefur ekkert æft í vetur óvíst hvort hún verði með í sumar. Þá hefur Grindavík fengið fleiri leikmenn heim eins og Söru Hrund Helgadóttur, Ölmu Rut Garðarsdóttur og Hertu Pálmadóttur, svo einhverjar séu nefndar.