Á sólbjörtum og fallegum mánudegi fengu „gulir og glaðir” nemendur Hópsskóla skemmtilega heimsókn. Það voru engir aðrir en nýkrýndir Íslandsmeistarar okkar í körfubolta. Þeir félagar Jóhann Árni og Davíð Ingi komu með bikarinn og spjölluðu við nemendur ásamt því að leyfa hverjum einum og einasta nemanda, alls 140, að lyfta bikarnum á loft.
Að sjálfsögðu tóku nemendur vel á móti köppunum og sungu hástöfum „ÍS-LANDS-MEISTARAR , ÍSLANDSMEISTARAR”
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og að gefa sér tíma til að hitta og gleðja stuðningsmenn sína.
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og að gefa sér tíma til að hitta og gleðja stuðningsmenn sína.