„Ég hef hugleitt þessa komandi baráttu mikið að undanförnu og geng hnarreistur til leiks! Kannski er beygur í einhverjum eftir síðustu tvo leiki á móti Stjörnunni en í mínum huga er hræðsla algerlega óþörf. Ekki misskilja mig, Stjarnan er vissulega með gott lið eins og áður hefur komið fram en að mínu mati eru þeir að fara mæta miklu betra liði núna en þeir mættu í þessum tveimum leikjum í febrúar,“ segir Sigurbjörn Dagbjartsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeildinni í pistli á heimasíðu UMFG um rimmu Grindavíkur og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta sem hefst í kvöld.