Grindavík lagði KR með 8 stiga mun, 95 stigum gegn 87, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta. Aaron Broussard var maður leiksins en hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Hann steig ítrekað upp í þessum leik fyrir Grindvíkinga og setti niður stórar körfur þegar á reyndi. Jóhann Árni átti einnig mjög góðan leik og skoraði 28 stig.
Grindavík byrjaði með miklum látum og hafði 13 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og 16 stiga forskot í hálfleik. En KR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og tókst að minnka niður í eitt stig, 80-79. En Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og tókst að landa átta stiga sigri, 95-87.
Grindavík-KR 95-87 (23-10, 27-24, 24-33, 21-20)
Grindavík: Aaron Broussard 31/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/10 fráköst, Samuel Zeglinski 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3.