Grindavík burstaði Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokakeppni úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Röstinni í gærkvöldi með 109 stigum gegn 55. Eyrún Ösp Ottósdóttir átti stórleik og skoraði 26 stig. Hvorugt liðið átti möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Grindavík varð í sjötta sæti deildarinnar.
Grindavík-Haukar 109-55 (26-15, 31-11, 26-19, 26-10)
Grindavík: Eyrún Ösp Ottósdóttir 26, Crystal Smith 20/7 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 17, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 14/6 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5, Julia Lane Figueroa Sicat 3.
Lokastaðan í deildinni:
1. Keflavík 28 23 5 2229:1948 46
2. Snæfell 28 21 7 2033:1756 42
3. KR 28 18 10 1943:1874 36
4. Valur 28 16 12 1929:1828 32
5. Haukar 28 13 15 1905:2002 26
6. Grindavík 28 9 19 1951:2080 18
7. Njarðvík 28 8 20 1932:2162 16
8. Fjölnir 28 4 24 1989:2261 8