Grindvíkingar þurftu að sætta sig við silfrið í þriðja sinn á fjórum árum í bikarúrslitum karla í körfubolta. Grindavík steinlá fyrir Stjörnunni 79-91 í Laugardalshöll og var sigur Garðbæinga fyllilega verðskuldaður.
Grindvíkingar náðu sér einfaldlega aldrei á strik. Lykilmenn voru langt frá sínu besta, hittnin léleg og viljinn meiri hjá Garðbæingum. Góður stuðningur fjölmargra Grindvíkinga á pöllunum hafði lítið að segja en spurning hvort ekki eigi að taka með trommur næst í Höllina líkt og stuðningsmenn Stjörnunnar gerðu.
En þá er bara að snúa sér að Íslandsmótinu, þar hefur liðið titil að verja.
Gangur leiks: Grindavík-Stjarnan 79-91 (21-25, 18-22, 15-18, 25-26)
Grindavík: Aaron Broussard 30/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/7 fráköst, Ryan Pettinella 2, Jón Axel Guðmundsson 0, Daníel G. Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
Mynd: Hart barist á fjölum Laugardalshallar (vf.is)